Fjarðarskel í Hafnarfirði áætlar að uppskera 50-100 tonn af bláskel í vetur. Heildarframleiðslan á landinu í fyrra var 70 tonn. Skelræktendur setja opinberan stuðning við greinina nauðsynlegan til að auka vöxt hennar og framgang.

„Það eru miklir möguleikar í kræklingaræktun hérlendis þegar rétta aðferðin finnst. Það vatnar skipulagningu og samtal innan greinarinnar. Það sem mest er þörf á núna er að fara skipulega í það að prófa ræktunaraðgerðir og meta niðurstöðurnar á vísindalegan hátt,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skelræktar og framkvæmdastjóri Fjarðarskeljar.

Sjá nánar í Fiskifréttum.