Royal Greenland, stærsta fyrirtæki á Grænlandi, sækir vinnuafl til Kína til starfa í fiskvinnslu. Von er á 30 starfsmönnum næsta vor og síðan mun Kínverjunum fara fjölgandi á árinu 2017 og á komandi árum, að því er talsmaður Royal Greenland segir í viðtali á vefnum Sermitsiaq.

Viðvarandi skortur hefur verið vinnuafli í fiskvinnsluhúsunum á Grænlandi, einkum á hávertíðinni á sumrin. Royal Greenland gerir ráð fyrir að kínversku starfsmennirnir flytji til Grænlands og taki þar upp fasta búsetu. Þeir sem koma næsta vor munu fara til starfa í Maniitsoq, Uummannaq og Qasigiannguit.