HB Grandi hyggst byggja upp bolfiskvinnslu á Vopnafirði með haustinu og landa auk þess allri loðnu sem skip félagsins veiða á þessari vertíð á staðnum. Það verður gert þó loðnan verði væntanlega veidd fyrri vestan landið, nærri hrygningarstöðvum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, tilkynnti þetta á borgarafundi um atvinnumál á Vopnafirði í gærkvöldi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var líka gestur fundarins ásamt fulltrúa Byggðastofnunar. Boðað var til fundarins vegna þeirra áhrifa sem innflutningsbann Rússa á íslenskar sjávarafurðir getur haft á Vopnafirði, sem á meira undir uppsjávarveiðum en flest önnur sveitarfélög.

Frá þessu er skýrt á vef RÚV.