Heimsveiði á grásleppu í fyrra var nokkuð undir 10 ára meðaltali, sú þriðja minnsta á tímabilinu. Þetta kom fram á árlegum upplýsingafundi um grásleppumál - LUROMA – sem var haldinn í Kaupmannahöfn síðastliðinn föstudag.

Ísland og Grænland eru leiðandi í veiðum á grásleppu og hafa verið það undanfarin 9 ár, eða frá því veiðar á Nýfundnalandi drógust verulega saman.  Veiði hér á landi skilaði hrognum í rúmar 12 þús. tunnur og á Grænlandi samsvaraði veiðin um 7.400 tunnum.  Alls var afli þessara tveggja þjóða 92% af heildarveiðinni.

Sjá nánar á vef Landssambands smábátaeigenda.