Makrílveiðar smábáta hafa gengið vel að undanförnu og rufu þeir fjögur þúsund tonna múrinn í gær, 24. ágúst, en krókakvótinn er átta þúsund tonn. Alls eru 40 bátar byrjaðir veiðar og er helmingur þeirra kominn með yfir 100 tonn, 6 yfir 200 tonn og einn Dögg SU með meira en 300 tonn, að því er fram kemur á vef LS .

Samtals 188 smábátar fengu úthlutað makrílkvóta á þessu ári. Flestir voru smábátar á makrílveiðum árið 2014 eða 121 talsins.

Stjórn LS hefur ályktað, eins og kunnugt er, að makrílveiðar smábáta ættu að vera frjálsar til þess að auðvelda þeim smábátaeigendum sem stunda vilja veiðarnar að athafna sig.

Sjá aflastoðu makrílbátanna HÉR.