Norska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech hefur keypt um helmings hlut í íslenska sprotafyrirtækinu Sea Data Center.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Þar segir jafnframt:

Fyrirtækin munu sameina tækni til greiningar á markaðsupplýsingum og hagnýtra viðmiða fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Sameinuð tækni fyrirtækjanna mun veita viðskiptavinum aðgengi að rauntíma upplýsingum í sjávarútvegi.  Með sameinaðri tækni og gagnagrunni Maritech og Sea Data Center mun verða til hátæknileg greiningartækni fyrir viðskipti með sjávarafurðir sem er einstök á markaðnum. Fyrirtækin hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi þróun á búnaði og mun Sea Data Center verða umboðsaðili Maritech á Íslandi.

Um Maritech

Maritech er leiðandi í þróun á hugbúnaði tengdum sjávarafurðum. Maritech er þekkt á markaðnum og hefur leitt þróun á viðskiptahugbúnaði fyrir mörg stærstu fyrirtækin sem stunda viðskipti með sjávarafurðir. Hugbúnaðurinn gerir viðskiptavinum Maritech tækifæri til að auka arðsemi, fjölga viðskiptatækifærum og á sama tíma veita yfirsýn yfir stöðugar uppfærslur á sífelldum breytingum á regluverki í sjávarútvegi.

Um Sea Data Center

Sea Data Center býr yfir gagnagrunni sem safnar stefnumiðað markaðsupplýsingum sjávarafurða með tengingu við upplýsingar frá ólíkum aðilum. Viðskiptavinir fá, á áskriftargrundvelli, lykilupplýsingar um framboð, afla og nýtingu kvóta. Gagnagrunnurinn veitir daglega nýjustu upplýsingar um vöru- og smásöluverðsvísitölur, gjaldeyri og þróun viðskipta á markaðnum. Rauntíma alhliða upplýsingar sem eru lykillinn að greiningum til upplýstra ákvarðanatöku byggða á nákvæmustum markaðsupplýsingum.