Trillan Hanna St er elsti bátur með fiskveiðiheimild á landinu. Eigandinn, Hilmar F. Thorarensen sem er ættaður frá Gjögri á Ströndum, er 76 ára og rær á bátnum á strandveiðar frá Norðurfirði, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Hann er líklega með elstu mönnum á strandveiðum sem rær einn á báti sínum.

Hanna ST gengur aðeins um 5 mílur á klukkustund við bestu aðstæður og getur Hilmar ekki fylgt hraðfiskibátunum eftir á bestu og fjarlægustu miðin. „Ég fer styttra og held mig utan kálgarðanna,“ segir hann. Myndina tók ljósmyndari Fiskifrétta í síðustu viku af Hilmari og bátnum þegar hann hélt í róður.

Sjá nánar í Fiskifréttum.