Ólafur Hrafn Höskuldsson, fráfarandi yfirmaður fjárfestinga hjá Títan fjárfestingafélagi, sem fór með hlut Skúla Mogensen í Wow air, hefur verið ráðinn til verðbréfafyrirtækisins Arctica Finance, og mun hefja störf á næstunni.

Ólafur er með Cand.oecon. gráðu frá Háskóla Íslands, og vann hjá Royal Bank of Scotland í tæp 6 ár áður en hann fór til Títan árið 2016. Þar áður vann hann meðal annars hjá CreditInfo í Þýskalandi og Straumi fjárfestingabanka.