Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tekið ákvörðun um heildarafla tiltekinna fisktegunda fyrir næsta fiskveiðiár, 2016/2017 eftir samráð í ríkisstjórn.

Ráðherra fylgir tillögum Hafrannsóknarstofnunnar um ráðlagðan heildarafla í öllum tegundum líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Í samráði í ríkisstjórninni ítrekaði ráðherra nauðsyn þess að stórauka fjármagn til hafrannsókna.

„Ráðgjöf Hafrannsókarstofnunar var viss vonbrigði miðað við væntingar. Við erum að sjá ákveðin lúxusvanda á Íslandi vegna góðrar fiskveiðistefnu og þurfum að styrkja hafrannsóknir til þess að leita skýringa á því til dæmis hversvegna nokkrir árgangar þorsksins eru að léttast," segir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Sjá nánar á vefsíðu ráðuneytisins.