Talið er að markaður fyrir matvörur og heilsufæði með viðbættu Omega-3 muni nema um 57 milljörðum dollara árið 2025 (um 5.713 milljörðum ISK) samkvæmt nýrri skýrslu frá Grand View Research, Inc. í Kaliforníu. Í ár er þessi markaður talinn nema um 33 milljörðum dollara (um 3.304 milljörðum ISK).

Aukin kyrrseta og hreyfingarleysi, einkum meðal ungs fólks, stuðlar að margvíslegum lífsstílstengdum sjúkdómum, svo sem hjartasjúkdómum, liðagigt og krabbameini. Vakning er meðal fólks að bæta heilsu sína með líkamsrækt og heilnæmara mataræði. Stjórnvöld hafa einnig hvatt fólk að hreyfa sig meira og borða hollari mat. Matvæli með viðbættu Omega-3 njóta nú vaxandi vinsælda. Mestur vöxtur er í barnamat sem blandaður er Omega-3. Einnig hefur Omega-3 verið notað sem fæðubótarefni í mat og drykk fyrir fullorðna, ýmiskonar lyf og í gæludýrafóður.