Börkur NK landaði 2000 tonnum af kolmunna í Neskaupstað sl. sunnudag. Aflinn fékkst í færeysku lögsögunni. Bjarni Ólafsson AK kom einnig með 800 tonn úr færeysku lögsögunni og var lokið við að landa úr honum í gær. Þá kom Beitir NK í gær með slatta af kolmunna en hann hafði reynt veiðar í Rósagarðinum.

Frá áramótum hefur fiskimjölsverksmiðjan í Neskaupstað tekið á móti rúmlega 11.000 tonnum af kolmunna til vinnslu og verksmiðjan á Seyðisfirði hefur tekið á móti tæplega 4.000 tonnum.

Nú verður gert hlé á kolmunnaveiðum þar til loðnuveiðum skipanna lýkur.

Frá þessu er skýrt á vef Síldarvinnslunnar.