Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að fara í einu og öllu eftir tillögum Hafrannsóknastofnunar um heildarafla á næsta fiskveiðiári.  Ákvörðun ráðherra veldur smábátamönnum miklum vonbrigðum, einkum það sem tekur til þorsks og löngu, að því er segir á vef LS.

Þar segir: Landssamband smábátaeigenda hefur haldið uppi gagnrýni á tillögu Hafrannsóknastofnunar og hvatt ráðherra að fara ekki í einu og öllu eftir þeim. Sérstaklega á þetta við þorskinn þar sem lækkun meðalþyngdar í afla í togararalli er sögð helsta skýring fyrir aðeins 2,1% aukningu. Sú skýring stangast hins vegar á við upplifun sjómanna og meðalþyngdar í afla. Til þessa hafa sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar ekki getað gefið neina skýringu á þessum mismun.“