. Alls fluttu Norðmenn út 3,1 milljón tonn af sjávarafurðum fyrir andvirði tæplega 1.779 milljarða ÍSK.

Verðmætaaukningin á síðasta ári nam 222 milljörðum ÍSK miðað við árið 2020. Í desember voru fluttar út sjávarafurðir frá Noregi fyrir tæpa 176 milljarða ÍSK sem er nýtt met fyrir þennan mánuð.

Metútflutningur var á tegundum eins og laxi, kóngakrabba, snjókrabba og makríl.

Alls nam útflutningsverðmæti á laxi á síðasta ári 1.198 milljörðum ÍSK, sem er 16% aukning frá 2020, útflutningsverðmæti þorsks nam 144 milljörðum ÍSK (2% aukning), fluttur var út makríll fyrir tæpa 87 milljarða ÍSK (18% aukning), útflutningsverðmæti síldar nam tæpum 62 milljörðum ÍSK (11% aukning), útflutningsverðmæti silungs voru tæpir 59 milljarðar ÍSK (5% aukning) og ufsa tæpir 37 milljarðar ÍSK (7% aukning).

Gengi norsku krónunnar styrktist á síðasta ári og hefði það staðið í stað frá árinu 2019 hefðu útflutningsverðmæti sjávarafurða orðið meira en 88 milljörðum ÍSK meiri.

Útflutningur á fiskeldisafurðum Norðmanna á síðasta ári nam 1,4 milljón tonna að verðmæti 1.261 milljarður ÍSK sem er 16% aukning frá fyrra ári. Útflutningur á sjávarafurðum frá fiskveiðum nam 1,7 milljón tonna og útflutningsverðmætin voru tæpir 517 milljarðar ÍSK sem er 11% aukning frá fyrra ári.