Uppsjávarskipið Hardhaus kom til Vestmannaeyja í hádeginu í dag. Ísfélagið keypti af norskri útgerð. Hardhaus hafði verið við loðnuveiðar úr kvóta Norðmanna hér við land og hafði veitt um 1.000 tonn.

Hardhaus mun fá nafnið Álsey VE 2. Skipið var smíðað árið 2003 og er útbúið bæði til flottrolls- og nótaveiða. Það er 68,8 metra langt og 13,8 metra breitt. Lestarnar eru 12 talsins, samtals 1.955 rúmmetrar. Það er með 6.120 hestafla Wartsila aðalvél.