*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 4. maí 2016 17:30

Valin hraðast vaxandi frumkvöðullinn

Frumkvöðlafyrirtækið Guide to Iceland var valið hraðast vaxandi frumkvöðlafyrirtækið hjá Nordic Startup Awards.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Guide to Iceland var í vikunni valið ,,Hraðast vaxandi frumkvöðlafyrirtækið" (Best exponential startup) á Íslandi hjá Nordic Startup Awards. Verðlaunin voru veitt til þess frumkvöðlafyrirtækis sem sýndi mestan árangur á síðasta ári við að innleiða bestu markaðsráðandi tækninýjungina samkvæmt Nordic Startup Awards.

Guide to Iceland mun því verða fulltrúi Íslands á úrslitakvöldi Nordic Startup Awards sem verður haldið í Reykjavík 31. maí nk. og mun þar keppa við frumkvöðlafyrirtæki frá hinum Norðurlöndunum um hin eftirsóttu verðlaun Nordic Startup Awards.

Guide to Iceland starfar sem stafrænt markaðstorg fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað árið 2012 og hefur vaxið jafnt og þétt. Farið var af stað með hugbúnaðinn árið 2014 og voru fáein fyrirtæki fengin til að prófa hann í upphafi.

Opnað var fyrir fleiri fyrirtæki á síðasta ári en heildarfjöldi fyrirtækja sem nota Guide to Iceland í dag er nú orðinn yfir 500 talsins. Guide to Icland hefur vaxið mjög hratt. Heildarvelta síðasta árs nam rúmlega 1,1 milljarði, sem var 1100% vöxtur frá árinu 2014. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú um 30 talsins.

,,Við erum afar ánægð og stolt með þessa viðurkenningu sem okkur er veitt og hlökkum til að taka þátt í úrslitunum. Þessi viðurkenning er fyrst og fremst til allra starfsmanna fyrirtækisins sem hafa staðið sig gríðarlega vel,” segir Sigurður Guðbrandsson, tæknistjóri Guide to Icleand.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim