Raf­myntin World Liber­ty Financial (WLFI) hóf frjáls við­skipti á opnum markaði í vikunni og rauk bók­fært virði Trump- fjöl­skyldunnar í myntinni yfir 5 milljarða bandaríkja­dala á mánudaginn.

Þetta er í fyrsta sinn sem markaðsverð myndast á WLFI-táknunum, sem áður höfðu ein­göngu verið seld í lokuðum út­boðum.

Trump-fjöl­skyldan, þar á meðal Donald Trump for­seti Bandaríkjanna, á rúm­lega fimmtung af allri út­gáfu WLFI.

Synir for­setans eru meðal stofn­enda World Liber­ty Financial, sem stendur að út­gáfunni, en Trump er skráður sem „Co-Founder Emeritus“.

Við upp­haf við­skipta var verð WLFI-táknsins um 30 sent á hverja mynt en lækkaði í 20 sent þegar leið á daginn.

Miðað við efra verðbilið er eignar­hlutur Trump-fjöl­skyldunnar metinn á meira en 6 milljarða dala.

Við­skiptin voru afar um­fangs­mikil fyrsta daginn og sam­kvæmt gögnum frá stærstu raf­mynta­mörkuðum nam veltan allt að 1 milljarði dala á fyrstu klukku­stund eftir skráningu.

Fyrstu fjár­festar sem tóku þátt í lokuðu út­boði í fyrra greiddu aðeins 1,5 sent á tákn og hafa nú heimild til að selja fimmtung af sínum hlutum.

Til að hraða skráningar­ferlinu nýtti World Liber­ty sér svo­kallað SPAC-félag (Special Pur­pose Acqu­isition Company).

Slík félög eru í reynd tóm skel sem skráð er á markað en safnar síðan fjár­magni til að sam­einast óskráðu félagi með virka starf­semi.

Félagið kemst þannig á markað án þess að þurfa að fara í gegnum hefðbundið frumút­boð og skráningar­ferli.

Í tengslum við þetta ferli safnaði World Liber­ty 750 milljónum dala frá fjár­festum, sem sam­kvæmt fréttum The Wall Street Journal gæti skilað Trump-fjöl­skyldunni allt að 500 milljónum dala þar sem hún heldur um þremur fjórðu af tekjum af sölu WLFI-táknanna.

Markaðs­grein­endur vara þó við að það gæti reynst erfitt fyrir Trump-fjöl­skylduna að inn­leysa virði sitt í raf­myntinni þar sem jafn­vel lítil sala getur valdið veru­legum verðlækkunum á raf­mynta­mörkuðum.

Trump-fjöl­skyldan á einnig meiri­hluta í svo­nefndri $Trump raf­mynt sem er metin á marga milljarða dala, auk þess sem Traust í hennar eigu heldur meiri­hluta í Trump Media, félaginu sem rekur Truth Social og á sjálft veru­legar raf­mynta­eignir.

Það félag er metið á um 2,5 milljarða dala.