Sjálfbærnidagur Landsbankans fer fram í Grósku frá kl. 9-11 í dag. Tilgangurinn með fundinum er veita innsýn í hvað beri hæst í málaflokki sjálfbærni og gefa áhorfendum skýrari hugmyndir um næstu skref í sjálfbærnimálum fyrir eigin fyrirtæki og fjárfestingar.
Beint streymi af fundinum, sem hefst kl. 9:00, má finna hér að neðan.
Meðal fyrirlesara eru Ragna Árnadóttir, forstjóri Landsnets, Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri og eigandi 66°Norður, og Daði Valdimarsson, forstjóri Rotovia.
Dagskrá:
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn.
Dr. Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs: Skýr leiðarljós á óvissutímum.
Daði Valdimarsson, forstjóri Rotovia: Plast og sjálfbærni, fer það saman?
Ragna Árnadóttir, forstjóri Landsnets: Flutningskerfið – lífæð þjóðar.
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri og eigandi 66°Norður: Í stakk búin í 99 ár.
Einnig fáum við tvo örfyrirlestra:
Högni Stefán Þorgeirsson, stofnandi og eigandi Arctic Plank: Sjálfbær framtíð úr gömlum efnivið.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, einn af eigendum Plöntunnar kaffihúss og bístrós: Að planta fræjum.
Fundarstjóri er Aðalheiður Snæbjarnardóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Landsbankanum.