Rachel Ree­ves fjár­málaráðherra Bret­lands stendur frammi fyrir sí­fellt erfiðari aðstæðum þegar hún undir­býr annað fjár­laga­frum­varp sitt sem verður kynnt 26. nóvember.

Sam­kvæmt hag­fræðingum gæti hún þurft að finna a.m.k. 20 milljarða punda til að jafna opin­ber fjár­mál, en merki eru um að staðan versni frekar en hitt á komandi mánuðum.

Breski fjölmiðillinn Telegraph hefur tekið saman fimm ástæður fyrir að það staðan gæti versnað töluvert fram að kynningu fjárlagafrumvarpinu.

Hærri ávöxtunar­krafa á ríkis­skulda­bréf

Ávöxtunar­krafa á 30 ára ríkis­skulda­bréf Bret­lands er nú sú hæsta frá árinu 1998. Það þýðir að ríkið þarf að greiða sí­fellt hærri vexti af nýjum lánum, sem eykur kostnað ríkis­sjóðs veru­lega.

Á þessu ári hefur breska skuldastýringar­skrif­stofan (Debt Mana­gement Office) þegar safnað 144 milljörðum punda á skulda­bréfa­markaði, tæp­lega helmingi af þeirri fjár­hæð sem áætlað er að safna á árinu.

Sam­kvæmt út­reikningum Capi­tal Economics gæti hækkun á ávöxtunar­kröfu frá því í vor kostað ríkis­sjóð 5,8 milljarða punda til viðbótar á ári hverju.

Verðbólgan þrýstir vöxtum upp

Bret­land glímir einnig við þráláta verðbólgu sem mældist 3,8% í júlí. Mun það vera hæsta gildi innan G7-ríkjanna.

Seðla­banki Bret­lands spáir að hún fari í 4% á næstu mánuðum, tvöfalt um­fram mark­mið bankans. Þetta veldur því að fjár­festar krefjast hærri ávöxtunar af skulda­bréfum, sem þrýstir skulda­kostnaði ríkisins enn frekar upp.

Vaxtalækkanir tefjast

Seðla­banki Bret­lands lækkaði stýri­vexti í ágúst úr 4,25% í 4%, en með afar naumum meiri­hluta. Fjár­festar búast nú við að vextir verði hærri lengur en áður var talið, sem mun auka vaxta­kostnað ríkisins og þrengja svigrúm ráðherrans til nýrra út­gjalda.

Hag­kerfið kólnar

At­vinnu­leysi hefur aukist í Bret­landi, úr 4,3% í fyrra í 4,7% nú og gæti farið í 5% á næsta ári. Færri í vinnu þýðir minni skatt­tekjur og hærri út­gjöld til bóta­kerfa – sam­setning sem versnar þegar ríkið þarf þegar á auknum tekjum að halda.

Óvissa á alþjóðamörkuðum

Fjár­mála­kreppa gæti einnig breiðst út frá Frakk­landi, þar sem ríkis­stjórn François Bayrou stendur frammi fyrir van­trausts­til­lögu vegna halla­rekstrar ríkis­sjóðs. Ef hún fellur gætu fjár­festar flúið bæði franska og breska skulda­bréfa­markaði, þar sem skuldastaða ríkjanna er svipuð.