Drög að frumvarpi um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir voru birt í samráðsgátt á dögunum en frumvarpið felur í sér innleiðingu á nokkrum EES-gerðum. Tilefnið er hert markmið Evrópusambandsins um losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 en nú er kveðið á um 62% samdrátt í losun frá þeim geirum sem falla undir ETS-kerfið svokallaða.

ETS-kerfið er einn þriggja meginflokka sem losun Íslands skiptist í en hinir flokkarnir eru losun á beina ábyrgð Íslands (ESR) og losun frá landnotkun og skógrækt (LULUCF). Hér á landi fellur losun frá staðbundnum iðnaði, s.s. ál- og kísilverum, og flugrekstri innan EES og Bretlands undir kerfið.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði