Þrjár til­kynningar um hóp­upp­sagnir bárust Vinnumála­stofnun í ágúst.

Sam­kvæmt Vinnumála­stofnun var 19 starfsmönnum sagt upp á sviði þjónustu í mánuðinum.

Þá voru hóp­upp­sagnir hjá PCC Bakka en þar var 30 starfsmönnum sem komu að fram­leiðslu kísils sagt upp.

Þá greinir Vinnumála­stofnun einnig frá því að 29 starfsmönnum hafi verið sagt upp á sviði mat­væla.

Upp­sagnirnar koma til fram­kvæmda á tíma­bilinu ágúst 2025.

Með hóp­upp­sögn er átt við upp­sagnir at­vinnu­rekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfs­manna sem sagt er upp á þrjátíu daga tíma­bili er að minnsta kosti 10 starfs­menn í fyrir­tækjum sem venju­lega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfs­manna í fyrir­tækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfs­menn þar sem venju­lega eru 300 eða fleiri.