Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í ágúst.
Samkvæmt Vinnumálastofnun var 19 starfsmönnum sagt upp á sviði þjónustu í mánuðinum.
Þá voru hópuppsagnir hjá PCC Bakka en þar var 30 starfsmönnum sem komu að framleiðslu kísils sagt upp.
Þá greinir Vinnumálastofnun einnig frá því að 29 starfsmönnum hafi verið sagt upp á sviði matvæla.
Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst 2025.
Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.