*

föstudagur, 20. október 2017
Erlent 11. júlí 2012 18:19

Borg í Kaliforníu fer í gjaldþrot

San Bernardino átti aðeins 150 þúsund dollarar voru eftir á bankareikninginum.

Ritstjórn

Borgarstjórn San Bernardino ákvað að lýsa yfir gjaldþroti stuttu eftir að í ljós kom að aðeins 150 þúsund dollarar væru eftir á bankareikningi borgarinnar.

Þessi staða hefur verið yfirvofandi í þónokkur ár og flýtti efnahagsástandið í Bandaríkjunum fyrir. Rekja má vandann meðal annars til aukinna lífeyrissjóðsskuldbindinga og gríðarlegt fjáraustur í uppbyggingu borgarinnar.

Fjárlagahalli borgarinnar er um 46 milljónir dollara eftir að hafa sagt upp um 20% af starfsmönnum borgarinnar og farið í ýmsar hagræðingaraðgerðir síðustu 4 ár.

Rúmlega 200 þúsund manns búa í San Bernardino sem er 99. stærsta borgin í Bandaríkjunum. San Bernardino er nú þriðja borgin í Kaliforníu sem lýsir yfir gjaldþroti ásamt Stockton og Mammoth Lakes.

Stikkorð: Gjaldþrot Kalifornía