Eft­ir því sem lengri tími líður og ekk­ert útboð á nýj­um Herjólfi fer fram minnka lík­urn­ar á að hægt verði að taka nýja ferju í notk­un vorið 2018, eins og áætlan­ir hafa verið um. Hætt er við að ferj­an hefji þá ekki sigl­ing­ar fyrr en 2019. Þetta kemur fram í morgunblaðinu í dag.

Skipa­verk­fræðing­ur sem rætt var við er þess­ar­ar skoðunar og und­ir þetta taka fleiri, m.a. Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um. Segist hann vonast til þess að ákvörðun verði tek­in á næstu tveim­ur vik­um. Menn séu að falla á tíma með að taka nýja ferju í notk­un árið 2018.

Eyja­menn hafa beðið óþreyju­full­ir eft­ir niður­stöðu um hvenær útboð á nýrri ferju fer fram en stjórn­völd eiga eft­ir að ákveða aðkomu rík­is­ins og hvernig fjár­mögn­un verður háttað. Fyrr verður nýtt útboð ekki dag­sett, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morgunblaðsins.

Elliði segir stórar fjárhæðir tapast vegna málsins. Bættar samgöngur séu nauðsynlegar enda stuðli þær að bættu atvinnulífi, þá sérstaklega með tilliti til ferðaþjónustunar.