*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 2. september 2018 18:48

Mikil gróska í markaðsmálum

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir var í janúar síðastliðnum ráðin markaðsstjóri Samkaupa.

Magdalena Anna Torfadótt
Ingibjörg Ásta er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og hefur meðal annars starfað sem markaðs- og sölustjóri hjá SagaMedica og Into the Glacier.
Haraldur Guðjónsson

Ingibjörg Ásta stýrir ímyndaruppbyggingu og markaðsstarfi vörumerkja hjá Samkaupum. Hún segir að sala á hollustu- og lífrænum vörum hafi aukist verulega undanfarin misseri.

Ingibjörg Ásta er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík þar sem hún sérhæfði sig í markaðsmálum en hún útskrifaðist árið 2002. Hún er auk þess með MBA-próf frá sama skóla.

Að sögn Ingibjargar Ástu er mikil gróska í markaðsmálum fyrirtækja og hún segir það vera afar spennandi verkefni að starfa á sviði markaðsmála hjá einu rótgrónasta fyrirtæki landsins.

„Sala á lífrænum heilsuvörum hefur aukist gífurlega hjá okkur. Við erum með heilsudaga tvisvar á ári og hafa þeir notið mikilla vinsælda. Við erum stöðugt að koma fram með nýjungar. Nettó hefur til að mynda lagt mikla áherslu á að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og í raun verið leiðandi í umhverfismálum matvöruverslana hér á landi. Við höfum einnig lagt mikla áherslu á að minnka matarsóun og t.d. merkjum við þær vörur sem eru að nálgast síðasta söludag og gefum afslátt af þeim.“

Hún segir jafnframt að viðskiptavinir séu í meiri mæli farnir að nýta sér vefverslanir en vefverslun Nettó var komið upp í september á síðasta ári.

„Það  verður sífellt algengara að viðskiptavinir kaupi vörur á netinu og sæki þær síðan í verslanirnar okkar eða fái þær heimsendar innan höfuðborgarsvæðisins,“

segir hún. Samkaup rekur rúmlega 50 verslanir á landsvísu, en verslanir á vegum þeirra eru Nettó, Krambúðin og Kjörbúðin.

„Verslanirnar okkar eru af ýmsum toga og við rekum bæði lágvöruverslanir og eins konar „þægindaverslanir“ á okkar vegum. Það starfar afar þéttur og samheldinn hópur hjá okkur. Það er því góður andi á vinnustaðnum,“ segir Ingibjörg Ásta.

Spurð um áhugamálin sín segir Ingibjörg Ásta að sér þyki mikilvægast að eiga gæðastundir með fjölskyldunni en Ingibjörg Ásta á 14 ára gamlan strák. Þar að auki stundar hún líkamsrækt af kappi.

„Síðan fer ég stundum að veiða og reyni að vera eins mikið úti í náttúrunni og ég get. Það er mikilvægast að kunna að lifa og njóta. Ég hef auk þess gaman af því að prófa nýja hluti, ég prófaði til dæmis í vor að snorkla í Silfru og það var virkilega skemmtilegt. Síðan prófaði ég þyrluflug í sumar, það var alveg mögnuð upplifun.“

Ingibjörg segir að árið hafi verið afar viðurðaríkt en hún varð fertug í apríl og hélt stóra veislu í Hvalasafninu í tilefni þess.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim