*

föstudagur, 24. maí 2019
Fólk 29. apríl 2019 13:38

Tómas, Þorbjörn og Gunnar Freyr hæfir

FME metur þrjá miðlara hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Íslenskum fjárfestum.

Ritstjórn
Fjármálaeftirlitið er staðsett í turninum á Höfðatorgi.
Haraldur Guðjónsson

Fjármálaeftirlitið hefur metið sem svo að þeir Gunnar Freyr Gunnarsson, Þorbjörn Atli Sveinsson og Tómas Karl Aðalsteinsson séu hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Íslenskum fjárfestum hf., sem og eignarhaldsfélög þeirra tveggja fyrstnefndu.

Félag Gunnars Freys, Selsvellir ehf., er sagt hæft til að far ameð virkan eignarhlut í félaginu sem nemur allt að 20%, og sama á við um félag Þorbjörns Atla, Norðurvör ehf. Loks er Tómas Karl sagðir hæfur til að fara með virkan eignarhlut sem nemi allt að 50% í félaginu.

Allir eru þeir sagðir sérfræðingar á vef Íslenskra fjárfesta, en Tómas Karl kom til félagsins í fyrra frá sjóðsstýringafélaginu Stefni, en þeir Gunnar Freyr og Þorbjörn Atli komu til félagsins frá Fossar markaðir, einnig í fyrra.

Hannes Árdal er framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta, en samkvæmt óuppfærðri heimasíðu félagsins er hann sagður 100% eigandi þess í gegnum félagið RedRiverRoad ehf.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim