Annarsflokks er hönnunar- og rannsóknarverkefni sem sýnir fram á notagildi og gæði annars flokks æðardúns. Verkefnið felur í sér að hanna fatalínu og þróa framleiðsluferli úr annars flokks æðardúni með það að markmiði að auka þekkingu á þessari dýrmætu náttúruafurð á Íslandi.

Á bak við verkefnið eru vöruhönnuðirnir og æðarbændurnir, Íris Indriðadóttir og Signý Jónsdóttir, hjá Studio Erindrekum ásamt Sigmundi Páli Freysteinssyni fatahönnuði og textílsérfræðingi. Á sýningunni fá gestir að sjá frumgerðir af fatnaði úr annarsflokks æðardúni sem verður framleiddur hérlendis í framhaldi sýningar ef lögum um gæðamat verður breytt.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði