Atwork hefur ráðið Evu Dögg Sigurgeirsdóttur sem framkvæmdastjóra markaðssviðs fyrir vinnurýmis-vörumerkin Spaces, Regus og Signature by Regus á Íslandi. Hún mun jafnframt stýra viðburðastjórnunun á öllum starfstöðvum félagsins um landið.
„Með ráðningu Evu styrkir Atwork markaðsstarf sitt verulega og undirstrikar áframhaldandi vöxt og þróun félagsins hér á landi. Eva Dögg mun leiða ímynd og samskipti vörumerkjanna á Íslandi, kynna nýjungar og styðja við núverandi og nýja viðskiptavin,“ segir í fréttatilkynningu.
Eva hefur starfað hjá fyrirtækjum á borð við Hagkaup, Smáralind og Bako Ísberg, og stofnaði auk þess fyrstu fatatengdu netverslunina á Íslandi, Tiska.is. Eva hefur einnig gefið út bók og haldið fjölda fyrirlestra, bæði hér heima og erlendis.
Eva er með A.S. gráðu í viðskipta- og markaðsfræði frá Bandaríkjunum og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
„Það er okkur mikil ánægja að fá Evu Dögg til liðs við okkur. Hún kemur inn með fjölbreytta reynslu, mikilla þekkingu og kraft sem mun nýtist vel í áframhaldandi uppbyggingu vörumerkjanna okkar á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Atwork sem rekur nú 15 starfstöðvar á Íslandi.