Kaldvík tilkynnti í um morgun um að laxeldisfyrirtækið og forstjóri þess, Roy Tore Rikardsen, hefðu komist að samkomulagi um að hann muni láta af störfum sem forstjóri þegar í stað. Roy Tore tók við forstjórastöðunni 1. september 2024.

Fram kemur að Roy-Tore muni áfram vera félaginu innan handar út febrúar næstkomandi.

Stjórnarformaður Kaldvíkur, Asle Rønning, þakkar Roy-Tore fyrir framlag hans til fyrirtækisins á „umbreytingartímabili“ í kjölfar þess að Guðmundur Gíslason, stofnandi Kaldvíkur, lét af störfum sem forstjóri félagsins síðasta sumar.

Vidar Aspehaug, sem hefur starfað hjá Kaldvík frá árinu 2022, tekur við stöðu forstjóra til bráðabirgða á meðan stjórnin hefur leit að nýjum forstjóra.

Vidar hefur setið í framkvæmdastjórn Kaldvíkur undanfarin þrjú ár en hann stýrir teymum félagsins á sviði fiskaheilsu og gæðaeftirliti. Hann er stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri PatoGen AS, norskrar rannsóknarstofu á sviði fiskaheilsu.