Ísak Ernir Kristinsson var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri Tæki.is en það félag sérhæfir sig í tækjaleigu til fyrirtækja og einstaklinga. Tæki.is var meðal annars á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki á lista Creditinfo árið 2023.
Áður en Ísak tók við nýju stöðunni starfaði hann hjá ræstingar- og fasteignaumsjónarfyrirtækinu Dögum. Þar hafði hann unnið síðan 2021, síðast sem fjármálastjóri. Þar áður vann hann hjá Securitas sem stjórnandi mannaðrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli og sat einnig í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, á árunum 2018-2024.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði