Pietro Pirani hefur tekið við stöðu sérfræðings í stafrænni markaðssetningu hjá Sahara. Pietro er frá Brasilíu og hefur starfað við stafræna markaðssetningu frá árinu 2012.
Hann hóf sinn feril hjá alþjóðlegu auglýsingastofunni Publicis – SapientNitro og hefur síðan þá unnið með stafrænar lausnir og séð um stórar markaðsherferðir á samfélagsmiðlum.
Pietro hefur unnið með alþjóðlegum viðskiptavinum á borð við Google, Airbus, Hertz og fleiri, og býr yfir víðtækri reynslu af markaðssetningu fyrir fyrirtæki í fjölda atvinnugreina, s.s. í heilbrigðis- og lyfjageiranum, tísku, hönnun, netöryggi, ferðaþjónustu og fjártækni.
„Ég er búinn að vera rúma viku hjá Sahara og er nú þegar mjög spenntur fyrir öllum þeim spennandi verkefnum sem eru fram undan. Stemningin á skrifstofunni er alveg frábær og nú þarf ég bara að bæta mig í pílukastinu,“ segir Pietro.
Árið 2016 fluttist Pietro fluttist frá Brasilíu og settist að í Berlín þar sem hann bjó í þrjú ár. Þaðan lá leiðin til Bretlands þar sem hann dvaldi einnig í þrjú ár og í mars 2022 flutti hann svo til Íslands
„Við erum virkilega ánægð með að fá Pietro til starfa hjá Sahara. Reynslan sem hann kemur með að borðinu mun tvímælalaust styrkja það sterka teymi sem er nú þegar að vinna hjá Sahara og erum við full tilhlökkunar að byrja tengja hann inn í núverandi verkefni fyrirtækisins,” segir Andreas Aðalsteinsson, yfirmaður stafrænnar deildar Sahara.