Alls jukust tekjur Icelandic Salmon AS, móðurfélags Arnarlax, um um 125% milli ára og námu þær 36 milljónum evra (um 5 milljarðar íslenskra króna) á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Hagnaður fjórða ársfjórðungsins nam 3,8 milljónum evra (539 milljónir íslenskra króna), eða 0,89 evra (126 kr.) á hvert kíló af seldum laxi, sem er umtalsvert meira en árið áður. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Uppskera félagsins nam 4.300 tonnum á tímabilinu sem er 13% aukning miðað við sama ársfjórðung árið áður.

Félagið birti í dag þriðja uppgjör sitt, eftir skráningu fyrirtækisins á markað í Noregi. Uppgjörið, sem er fyrir fjórða ársfjórðung 2021, sýnir afkomu Arnarlax og annarra dótturfyrirtækja félagsins á Íslandi. Í fréttatilkynningu segir að góð afkoma sé fyrst og fremst tilkomin vegna hás afurðaverðs og afburða góðrar uppskeru í laxeldi félagsins á tímabilinu.

Björn Hembre, framkvæmdastjóri Icelandic Salmon AS og Arnarlax:

Við skiluðum verulega bættum líffræðilegum árangri í ræktunarstöðvum okkar á tímabilinu og  það hefur dregið verulega úr laxadauða allt síðasta ár. Þetta sýnir að þær aðgerðir sem við gripum til hafa skilað árangri.