Tekjur Iceland Seafood námu 449 milljónum evra, eða sem nemur um 64 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um 21% frá árinu 2020. Hagnaður ársins nam 8,8 milljónum evra og EBITDA 17,7 milljónum evra, en árið áður nam EBITDA 7,7 milljónum evra. Þetta kemur fram í nýbirtu ársuppgjöri félagsins.
Í uppgjörinu kemur fram að rekstrarniðustaða í rekstrareiningu félagsins í Suður-Evrópu hafi verið með miklum ágætum sem hafi verið drifið áfram af góðri sölu á íslenskum þorski sem og argentínskri rækju. Auk þess hafi starfsstöð félagsins á Írlandi aukið sölu sína um 8%.
Eignir Iceland Seafood námu 279 milljónum evra í lok síðasta árs og jukust um 38 milljónir evra frá upphafi árs 2021. Eigið fé nam 92 milljónum evra og eiginfjárhlutfall var því 33% í lok síðasta árs.