Sala Jóa útherja jókst um 38% á síðasta ári og nam 345 milljónum króna samanborið við 250 milljónir árið áður. Hagnaður félagsins, sem rekur knattspyrnuvöruverslanir í Ármúla og Bæjarhrauni, nam 22,4 milljónum króna en félagið hagnaðist um 16,8 milljónir árið 2019. Verslunin í Bæjarhrauni opnaði sumarið 2019 og var síðasta ár því fyrsta heila rekstarárið þar sem báðar verslaninar voru í fullum rekstri allt árið.

Rekstrarhagnaður jókst úr 20,7 milljónum í 23,5 milljónir á milli ára. Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 20% á milli ára og námu 56 milljónum króna en fjöldi ársverka var 7 talsins.

Félagið keypti fasteign fyrir 35 milljónir króna. Eignir Jóa útherja námu um 149 milljónum króna í lok árs, eigið fé var 94,4 milljónum, skuldir 54,5 milljónir og eiginfjárhlutfall því 73%. Handbært fé nam 66 milljónum. Félagið hyggst greiða út 10 milljónir króna vegna síðasta rekstrarárs.

Jói útherji er í 100% eigu Valdimars Péturs Magnússonar, framkvæmdastjóra verslunarinnar.