Um 467 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, en hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir um 150 þúsund nýjum störfum, og einhverjir þeirra jafnvel spáð fyrir um fækkun starfa milli mánaða. Því urðu til um 300 þúsund fleiri störf í mánuðinum en von var á, að því er kemur fram í grein Wall Street Journal.

Störfum fjölgaði um 510 þúsund í desember og um 647 þúsund í nóvember. Störfum hefur heilt yfir fjölgað um sjö milljónir frá byrjun árs 2021.

At­vinnu­leysi í Banda­ríkj­un­um hækkaði úr 3,9% í 4,0% milli mánaða að sögn banda­ríska at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins. Atvinnuþátttakan er komin upp í 62,2% og hefur ekki verið meiri frá upphafi faraldurs.