Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Þórsnes í Stykkishólmi hagnaðist um 662 milljónir króna í fyrra, samanborið við 576 milljónir árið 2023. Rekstrartekjur jukust um milljarð milli ára og námu 4,9 milljörðum.
Í skýrslu stjórnar segir að framleiðsla hafi aukist mikið milli ára en unnið var úr 5.339 tonnum af hráefni á árinu 2024, sem er um 30% aukning milli ára. Eggert Halldórsson er framkvæmdastjóri Þórsness.
Lykiltölur / Þórsnes ehf.
2023 | |||||||
3.838 | |||||||
1.919 | |||||||
4.887 | |||||||
576 |
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.