Björn Bjarna­son, fyrr­verandi utan­ríkis­ráðherra Ís­lands, segir tvíhliða varnar- og öryggis­samning milli Ís­lands og ESB vera tómt rugl.

Á fundi Kristrúnar Frosta­dóttur for­sætis­ráðherra og Þor­gerðar Katrínar Gunnars­dóttur utan­ríkis­ráðherra með Ur­sula von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórnar ESB, var ákveðið að hefja viðræður um tvíhliða varnar- og öryggis­mál milli Ís­lands og ESB.

Ís­land er nú þegar í At­lants­hafs­banda­laginu (NATO) ásamt því að vera með varnar­samning við Bandaríkin.

„Tvíhliða varnar­samningur? Hvaða rugl er þetta? Ábreiða yfir eitt­hvað allt annað. ESB ræður ekki yfir neinum her og hefur því síður nokkur ítök á N-At­lants­hafi,” skrifar Björn Bjarna­son á Face­book.

Stjórnarráðið greindi frá því að fyrir­huguð sam­starfs­yfir­lýsing væri mikilvæg „í ljósi núverandi stöðu heims­mála, sem og vegna þeirrar hröðu þróunar sem orðið hefur á öryggis- og varnar­stefnu ESB undan­farna mánuði.“

Ís­land hefur þó aðra kosti en Evrópu­sam­bandið í þessum efnum óttist ríkis­stjórnin um „núverandi stöðu heims­mála“ og öryggis- og varna­mál Ís­lands.

Ís­land er nú þegar hluti af NATO en gæti lagt aukna áherslu á sam­starf við Joint Expeditionary Force (JEF), sem Bret­land leiðir, með þátt­töku allra Norður­landanna, Eystra­salts­ríkjanna og Hollands.

Ís­land er einnig í varnar­sam­starfi Norður­landanna (NOR­D­EFCO) sem hefur fengið aukið vægi með inn­göngu Finn­lands og Svíþjóðar í NATO.

Ís­land á þegar langt sam­starf við lönd JEF og NOR­D­EFCO, sér­stak­lega Noreg og Bret­land.

Samtökin eru einnig hnit­miðaðri í öryggis- og varnar­málum sem tengjast Íslandi ólíkt ESB, sem er margþætt banda­lag með flókna ákvarðanatöku.