Bandaríska flug­félagið Alaska Air­lines mun hefja beint flug á milli Kefla­víkur­flug­vallar (KEF) og Seatt­le sumarið 2026, sam­kvæmt til­kynningu frá Isavia.

Áætlað er að fyrsta vél fari 29. maí og verður flogið dag­lega frá heima­flug­velli Alaska Air­lines, Seatt­le-Tacoma (SEA), sem er mikilvægur tengi­flug­völlur fyrir vestur­hluta Bandaríkjanna og Kanada.

„Við tökum fagnandi á móti Alaska Air­lines sem mun styrkja enn frekar flug­tengingar Kefla­víkur­flug­vallar við Norður-Ameríku í gegnum heima­völl þeirra í Seatt­le. Með þessu mun val­kostum þeirra sem vilja heimsækja Ís­land og nota KEF sem tengistöð fjölga,“ segir Guð­mundur Daði Rúnars­son, fram­kvæmda­stjóri við­skipta og þróunar á Kefla­víkur­flug­velli.

„Eftir­spurn eftir flugi frá Norður-Ameríku heldur áfram að vaxa og koma Alaska Air­lines sýnir aðdráttar­afl Ís­lands sem ein­staks áfangastaðar og hversu öflug tengistöðin í Kefla­vík er orðin.“

Kefla­víkur­flug­völlur verður einn af fyrstu áfangastöðum Alaska Air­lines í Evrópu frá og með næsta sumri.

„Ís­land verður ávallt á óska­lista ævintýra­gjarnra ferðalanga og úti­vistarfólks, ásamt því að Keflvíkur­flug­völlur verður gestum okkar mikilvægur tengi­punktur við Evrópu,“ segir Ben Minicucci for­stjóri Alaska Air­lines.

Hann segir að með beinu flugi til KEF næsta sumar sé flug­félagið að stíga mikilvægt skref í átt að framtíðarsýn félagsins um að tengja gesti sína við heiminn með fram­boði í alþjóða­flugi.

Seatt­le-Tacoma (SEA) er mikilvægur tengi­flug­völlur fyrir vestur­strönd Bandaríkjanna og víðar í Norður-Ameríku.

Alaska Air­lines er stærsta flug­félag vallarins og bjóða yfir 300 brott­farir dag­lega til 60 áfangastaða í Norður-Ameríku, meðal annars allra helstu borga vestur­strandar Bandaríkjanna.

Með komu Alaska Air­lines opnast því betri tengingar fyrir ferðalanga sem vilja heimsækja Ís­land eða nýta KEF sem tengistöð við áfangastaði í Evrópu.