Mikill skortur hefur verið á rjómaosti í Bandaríkjunum að undanförnu vegna flöskuhálsa í virðiskeðjum. Kraft, eigandi og framleiðandi Philadelphia rjómaostsins, hefur tekið upp á því að gefa viðskiptavinum eftirrétt að verðmæti 20 dala, að því er kemur fram í frétt CNN.
Þannig geta viðskiptavinir, sem geta ekki bakað ostaköku vegna framboðsskortsins á rjómaosti, fengið annan eftirrétt í staðinn, í boði Kraft.
Í fyrra var 18% meiri eftirspurn eftir rjómaosti samanborið við árið á undan. Eftirspurnin er áfram mikil árið 2021, samkvæmt Kraft.
Basak Oguz markaðstjóri Philadelphia segir herferðina vera markaðssetningu sem muni hjálpa fyrirtækinu að auka framleiðslugetu sína.