Hlutabréfaverð í Eimskipum hækkaði töluvert í aðdraganda uppgjörs félagsins sem birtist var eftir lokun markaða síðdegis í dag. Þannig standa hlutabréf félagsins í 535 krónum á hlut og hafa aldrei verið hærri. Hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um 5% það sem af er vikunni og 11,5% undanfarinn mánuð.
Bréf Haga hækkuðu mest allra félaga í kauphöllinni í dag eða um 2,8% í 800 milljóna króna viðskiptum sem var mesta veltan með eitt félag í Kauphöllinni í dag. Þá hækkaði Festi, hitt stóra smásölufyrirtækið, um 1,7% í 763 milljóna viðskiptum. Sýn hækkaði um 1,9% í viðskiptum dagsins en félagið birti uppgjör eftir lokun markaða í gær.
Bréf Origo hafa hins vegar hækkað mest allra í vikunni eða um 11% þrátt fyrir bréfin hafi lækkað um 0,6% í viðskiptum dagsins.
Alls nam veltan í Kauphöllinni 4 milljörðum króna í 446 einstökum viðskiptum. Gengi tíu félaga hækkaði en fjögurra lækkaði.
Icelandair lækkað mest allra eða um 3,5% í dag og standa bréf félagsins nú í 2,21 krónum á hlut. Þá lækkaði Play um 0,8% og standa bréfin í 25,4 krónum á hlut. Hluthafa félaganna ættu þó ekki að þurfa að örvænta en bréf Icelandair hafa hækkað um 21% frá áramótum og Play um 9,5%.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,06% í viðskiptum dagsins en bréf Marel, stærsta félagsins, stóðu í stað í 790 krónum á hlut.