Franski-Marokkóski auðkýfingurinn Patrick Drahi hefur aukið atkvæðisrétt sinn í breska fjarskiptafélaginu BT úr 12% í 18%. Þetta kom fram í tilkynningu frá Altice, félagi Drahi. Hann keypti 12% hlut í félaginu í júní á þessu ári.
Í samræmi við yfirtökulög í Bretlandi er Altice, sem er stærsti hluthafi BT, meinað að gera yfirtökutilboð í félaginu á næstu sex mánuðum án þess að fá samþykki stjórnar BT eða án samkeppnistilboðs. Þó má félag Drahi halda áfram að auka hlut sinn í BT, svo lengi sem hluturinn nemur í mesta lagi 0,5% og þarf hann jafnframt að tilkynna það í hvert skipti.
Breska ríkisstjórnin hefur þegar tilkynnt að hún muni ekki hika við að koma í veg fyrir yfirtöku á BT ef hún ógnar mikilvægum fjarskiptainnviðum þjóðarinnar, að því er kemur fram í grein Financial Times.