Gert er ráð fyrir að íslensk ferðaþjónusta hafi skilað jákvæðri EBITDA afkomu árið 2021 og afkoman hækki næstu ár með fjölgun ferðamanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútkominni skýrslu Ferðamálastofu og KPMG um stöðu ferðaþjónustunnar.

Er í skýrslunni reiknað með að EBITDA greinarinnar hafi numið 3 milljörðum króna í fyrra, en árið áður var hún neikvæð um 7 milljarða. Spá skýrsluhöfundar að EBITDA greinarinnar muni nema 16 milljörðum á þessu ári og 27 milljörðum á því næsta. Til samanburðar var EBITDA greinarinnar á bilinu 42-45 milljarðar á árunum 2017-2019.

Þá er reiknað með að tekjur ferðaþjónustunnar hafi numið 231 milljarði á síðasta ári, tekjurnar verði 300 milljarðar á þessu ári og 332 milljarðar 2023. Tekjur greinarinnar námu 152 milljörðum 2020, en árið 2019 námu þær 351 milljarði.