Eignir Riverside Capital, fjárfestingafélags Örvars Kjærnested, námu 1.349 milljónum króna í árslok 2021. Eigið fé félagsins nam 1.117 milljónum samanborið við 933 milljónir árið áður.

Eignarhlutur í S121 ehf., stærsta hluthafa Stoða, lækkaði úr 6,75% í 5,17% á milli ára og var bókfærður á 800 milljónir í lok síðasta árs. Þá var erlend hlutafjáreign bókfærð á 513 milljónir.

Félagið hagnaðist um 7,7 milljónir króna samanborið vð 544 milljóna hagnað árið 2020. Meðal fjármunatekna var 60 milljóna söluhagnaður hlutabréfa. Félagið bókfærði gengistap á 57,4 milljarða.

Riverside Capital ehf. sameinaðist móðurfélaginu Riverside Capital s.á.r.l., sem var skráð í Lúxemborg, í ársbyrjun 2021 og tók við öllum eignum og skuldum félagsins.

Örvar situr í stjórn Stoða og var stjórnarformaður TM fram að sameiningu Kviku og TM á síðasta ári. Stoðir voru þá bæði stærstu hluthafar TM og Kviku. Á árunum 1999-2008 starfaði Örvar hjá Kaupþingi.