Hafnarfjarðarbær fær næsthæst framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á hvern íbúa í ár, meðal sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Almennt fá stærri sveitarfélög minna á mann, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Sjóðurinn fær einnig 4,4% heildartekna sinna úr sjóðnum samkvæmt fjárhagsáætlun.

Jöfnunarsjóður
Jöfnunarsjóður

Meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fær Mosfellsbær langtum mest hlutfallslega úr sjóðnum, hvort sem horft er til framlags á mann eða hlutfalls þess af heildartekjum, á meðan borgin vermir hinn endann með aðeins rúma tíund af framlagi Mosfellsbæjar sem hlutfalli af tekjum, og sjöunda hluta þess á íbúa.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur það yfirlýsta hlutverk að „jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga“. Hann er fjármagnaður annars vegar með hlutdeild í útsvari sveitarfélaganna, en hins vegar úr ríkissjóði. Framlög sjóðsins hafa tilhneigingu til að vera hærri á mann fyrir minni sveitarfélög, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu.

Samtök atvinnulífsins og borgaryfirvöld hafa gagnrýnt fyrirkomulagið og sagt það niðurgreiða fyrir smærri sveitarfélög á kostnað þeirra stærri, og kallað eftir sameiningu minni sveitarfélaga til að þau geti betur staðið undir þjónustu við íbúa.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .