Seðlabanki Evrópu tilkynnti í hádeginu um ákvörðun sína að halda stýrivöxtum óbreyttum í 2% eftir að hafa lækkað vexti átta sinnum undanfarið ár. Til samanburðar voru vextir bankans um 4% fyrir ári síðan.

Ákvörðunin var í samræmi við væntingar markaðsaðila eftir að Christine Lagarde, forseti seðlabankans, sagði í síðasta mánuði að bankinn hefði nærri lokið vaxtalækkunarferli sínu.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans er bent á að verðbólga á evrusvæðinu sé nú í 2,0% verðbólgumarkamiði bankans.

Nefndin segir að framhaldið muni ráðast af mati bankans á verðbólguhorfum og öðrum áhættuþáttum. Ekki er gefið til kynna hvort von sé á frekari vaxtalækkunum.