Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti munu hittast í kvöld á fundi í Anchorage í Alaska og ræða hugsanlegt vopnahlé í Úkraínu. Selenskí forseti Úkraínu verður ekki á fundinum.
Trump sagði í gær að leiðtogar beggja ríkja vilji frið. Trump sagði á blaðamannafundi fyrir fjórum dögum að hann myndi átta sig á því á fyrstu tveimur mínútunum fundarins með Pútin hvort vopnahlé yrði að veruleika.
Trump sagðist að hann myndi ekki semja við Rússlandsforseta um skiptingu landsvæða og ef ekki næðist vopnahlé á fundinum í kvöld myndi það hafa afleiðingar fyrir Rússa. Líklegustu afleiðingarnar eru að Bandaríkin leggi viðskiptaþvinganir á Rússa eða viðskiptalönd þeirra.
Trump vill að í kjölfar fundarins í kvöld verði haldinn annar fundur þar sem allir þrír þjóðarleiðtogarnir sitji, Trump sjálfur, Pútin og Selenskí.
Wall Street Journal tók málið saman í morgun í sjónvarpsfrétt.