Þrotabú TravelCo Nordic hefur stefnt TravelCo og Arion banka í Danmörku og fer fram á 58 milljónir danskra króna eða um 1,1 milljarð íslenskra króna, auk vaxta. Þetta kemur fram í ársreikningi samstæðu Arion banka.

Þrotabúið telur að Arion banki hafa selt félögin Heimsferðir ehf. og Terra Nova Sól ehf. til dótturfélags síns, Sólbjargs ehf., án fullnægjandi greiðslu. Bankinn, sem eignaðist félögin í kjölfar vanskila TravelCo, telur upphæðina engu máli skipta þar sem hann hafi áfram verið endanlegur eigandi félaganna.

Bankinn telur líklegt að hann verði sýknaður af kröfum þrotabúsins og hefur því ekki fært varúðarfærslu í ársreikningi vegna málsins. Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.