Nokkuð lítil velta var á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag, um 3,3 milljarðar króna. Mest velta var með bréf Marel sem lækkuðu um 2,75% í 730 milljóna viðskiptum. Dagslokagengi Marel hefur ekki verið lægra frá því í desember 2020 og stendur nú í 778 krónum á hlut, en félagið birti uppgjör í fyrradag.

Hlutabréfaverð Origo hækkaði um 5,7% í dag, langmest allra félaga á markaði. Gengi bréfa félagsins endaði daginn í 69,75 krónum á hlut og námu viðskipti með bréfin um 630 milljónum króna. Fasteignafélagið Eik hækkaði um 1,5% í 27 milljóna viðskiptum og Arion um 0,56% í 440 milljóna viðskiptum.

Gengi bréfa Icelandair lækkaði um 2,35% í 640 milljóna viðskiptum. Flugfélagið hefur hækkað um 15% á árinu og birti uppgjör í gær.

Á First North lækkaði gengi Solid Clouds um 9,5% í 228 þúsund króna viðskiptum. Play lækkaði um 0,4% í 50 milljóna viðskiptum.