Heildverslunin Fastus hagnaðist um 5 milljónir króna í fyrra, en árið áður nam hagnaður 487 milljónum. Félagið sameinaðist dótturfélaginu Expert kæling í byrjun árs 2024 en rekstrartekjur námu 6,5 milljörðum í fyrra og jukust um 11% milli ára.

Laun og launatengd gjöld hátt í tvöfölduðust en ársverk voru 117 og fjölgaði þeim um 58 frá fyrra ári. Guðrún Gunnarsdóttir er annar framkvæmdastjóra Fastus.

Lykiltölur / Fastur ehf.

2024 2023
Rekstrartekjur 6.501 5.839
Eigið fé 1.714 900
Eignir 1.213 1.508
Afkoma 5 487
- í milljónum króna.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.