Carbfix hf., sem þróar og rekur lausnir til að fanga og binda koldíoxíð í bergi, lauk rekstrarárinu 2024 með skuldir upp á 43,9 milljónir evra, um 6,3 milljarða króna á gengi dagsins, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.
Þetta er 79% aukning á milli ára en félagið skuldaði 24,5 milljónir evra í árslok 2023.
Langtímaskuldir til Orkuveitu Reykjavíkur (OR), stærsta eiganda Carbfix, námu 30,6 milljónum evra í árslok 2024, samanborið við 14,6 milljóna skammtímaskuld við OR árið áður.
Orkuveitan hefur veitt félaginu verulegt fjármagn til rekstrar og breytt skammtímaskuldinni í langtímalán.
Carbfix tapaði 8,1 milljón evra sem samsvarar tæpum 1,2 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins. Uppsafnað tap félagsins síðustu tvö ár er 11,3 milljónir evra.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði