Car­b­fix hf., sem þróar og rekur lausnir til að fanga og binda kol­díoxíð í bergi, lauk rekstrarárinu 2024 með skuldir upp á 43,9 milljónir evra, um 6,3 milljarða króna á gengi dagsins, sam­kvæmt ný­birtum árs­reikningi.

Þetta er 79% aukning á milli ára en félagið skuldaði 24,5 milljónir evra í árs­lok 2023.

Langtíma­skuldir til Orku­veitu Reykja­víkur (OR), stærsta eig­anda Car­b­fix, námu 30,6 milljónum evra í árs­lok 2024, saman­borið við 14,6 milljóna skammtíma­skuld við OR árið áður.

Orku­veitan hefur veitt félaginu veru­legt fjár­magn til rekstrar og breytt skammtíma­skuldinni í langtímalán.

Car­b­fix tapaði 8,1 milljón evra sem sam­svarar tæpum 1,2 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins. Upp­safnað tap félagsins síðustu tvö ár er 11,3 milljónir evra.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði