Dótturfélag Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, í Lúxemborg hefur afskrifað að fullu fjárfestingu sína í gullnámufélaginu Taurus Gold Mali sem bókfært var á jafnvirði um 1,3 milljarða króna samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins.

Sjá einnig: Töpuðu milljörðum á námum í Afríku

Novator hafði fyrir afskrifað að mestu fjárfestingu sína í móðurfélaginu Taurus Gold sem stofnað var af fyrrverandi starfsmanni Novator og hugði á umfangsmikla gullnámuvinnslu í Vestur-Afríku en endaði í slitameðferð árið 2016.

Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fjárfesti milljörðum króna í tveimur félögum sem stefndu að gullgreftri og vinnslu sjaldgæfra málma í Afríku. Hitt félagið, Tantalus Rare Earth Metals AG, hugði á vinnslu sjaldgæfra málma nyrst á Madagaskar en fór í þrot áður en vinnsla hófst.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .