Fyrsti viðskiptadagur með hluti Kaldalón eftir öfuga skiptingu (e. reverse stock spli) er í dag en fasteignafélagið réðst í breytinguna á hlutahafafundi síðasta fimmtudag.
Stjórn Kaldalóns, sem er skráð á First North, lagði til á fundinum að hverjum tíu hluta í félaginu (þar sem hver hlutur er 1. króna að nafnverði) yrði skipt í einn hlut. Þannig að nafnverð hvers hlutar væri 10 krónur.
Í kjölfar hinnar öfugu skiptingar fer fjöldi hluta í félaginu úr 11.128.216.470 hlutum, hver að nafnvirði 1. kr. á hlut, í 1.112.821.647 hluti, hver að nafnvirði 10 kr. á hlut.
„Hin öfuga skipting miðast við hlutaskrá Kaldalóns eins og hún verður í lok dags á morgun, 8. nóvember, sem telst réttindadagur hinnar öfugu skiptingar. Hluthafar í Kaldalóni munu sjálfkrafa eignast nýjan og lægri fjölda hluta í félaginu í hlutfalli við eignarhlut sinn í lok réttindadags. Þurfa þeir ekkert að aðhafast sérstaklega í því sambandi,“ segir Kauphallartilkynningu.
Stjórn Kaldalóns sagði að markmiðið með öfugu skiptingunni væri m.a. að gera viðskiptavakt með útgefin hlutabréf í félaginu skilvirkari og öflugri.
Kaldalón stefnir að því að færa sig af First North-markaðnum yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok ársins. Stjórn fasteignafélagsins tilkynnti fyrir tveimur vikum að ekki yrði gefið út nýtt hlutafé samhliða skráningu félagsins á aðalmarkaðinn.